Hvað viltu láta gera? Það verður að tengja Gerðin og Lönd með göngubrú yfir Bústaðaveginn á helst 2 stöðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi hverfi nýta Réttarholtsskóla sem sinn gagnfræðaskóla sem er ofan við Bústaðaveginn sem og er íþróttastarf fyrir þetta skipta hverfi í Víkinni niðri í Fossvogsdalnum neðan við Bústaðaveginn. Það verður að koma á öruggari tengingu innan hverfisins yfir Bústaðaveginn.
Göngubrýr eiga heima við hraðbrautir, sem Bústaðavegeur er ekki. Nær væri að lækka hámarkhraðann í 30 frá Stjörnugróf að Háaleitisbraut og fjölga öruggum þverunum, með upphækkunum og þrengingum (áfram tvær akreinar, en þrengja þær eins og er víða gert). Það er margsannað að göngubrýr auka ekki öryggi gangandi vegfarenda heldur þvert á móti veita ökumönnum þá tilfinningu að þeir eigi veginn þar sem engi hætta sé á gangandi (þeir eiga jú að nota brúnna) og aka þeir því hraðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation