Hvað viltu láta gera? Ég er með þá brjáluðu hugmynd að borgin sinni eðlilegu viðhaldi á leiksvæðum barna í hverfinu en noti ekki "betri Reykjavík" til að sleppa því. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég hef horft á leikvöll, körfuboltavöll og fótboltavöll milli B og G landa drabbast niður í fjöldamörg ár. Sjálfur hef ég skipt um körfu og sett grasþökur í verstu blettina á fótboltavellinum enda fær þetta aldrei neitt brautargengi í hverfakosningu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation