Minnismerki um fyrstu landnámskonuna

Minnismerki um fyrstu landnámskonuna

Hvað viltu láta gera? Reisa styttu af Hallveigu Fróðadóttur eiginkonu Ingólfs Arnarssonar nálægt eða við hlið styttunnar á Arnarhóli. Gott ef það byggir á einhverri fyrirmynd eftir Einar Jónsson, en annars mætti panta nýtt verk. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta var eitt af fáum stefnumálum Besta Flokksins sem voru ekki bara grín heldur góð hugmynd. Það varð samt lítið úr því. Þetta er vafalaust dýr framkvæmd, en mér finnst vel mega nýta Arnarhól betur og þetta er mikilvægur miðpunktur með hæstarétt, þjóðmenningarhús, þjóðleikhús og stjórnarráð í nágrenninu. Með þessu sýnum við til frambúðar að konur séu jafnar körlum á Íslandi með því að minnast allra landnámskarla og kvenna. Auðvitað mætti alveg minnast þrælanna sem Ingólfur drap einhvern veginn, það er líka alveg stéttavinkill ekki bara jafnréttisvinkill, kannski með sér-styttu síðar en í það minnsta með upplýsingaskiltum sem lýsa sögu landnáms, ásamt nýjustu kenningum um það. Persónulega þætti mér sniðugt að það væru tröppur upp á styttuna af Hallveigu þannig að fólk geti líka notið útsýnisins, arkítekt og myndlistarmaður gætu fundið úr því hvernig það væri hægt.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information