Grettisgata - vistgata

Grettisgata - vistgata

Hvað viltu láta gera? Gera Grettisgötu frá Rauðarárstíg að Vegamótastíg að vistgötu. Vistgötur eru götur þar sem gangandi vegafarendur og börn að leik hafa forgang umfram ökutæki (sbr 7. gr Umferðarlaga). Þetta hefur verið gert með því að gróðursetja tré og breyta röðun bílastæða þannig að ökutæki geta ekki annað en sniglast hægt um götuna (sbr. Þórsgötu). Þetta er hægt að gera án þess að fækka bílastæðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að draga úr hraðakstri og gera götuna að rými sem íbúar geta notað og notið. Þó að umferðarþungi sé ekki mikill á Grettisgötu (og að hluta til af því að bílarnir sem keyra um götuna eru fáir) er hraðakstur viðvarandi vandamál sem hefur í för með sér að gatan er all jafna tómt rými sem hvorki gangandi vegfarendur og enn síður börn að leik geta nýtt sér af öryggisástæðum. Með því að gera Grettisgötuna að vistgötu skapast skarpari skil milli miðbæjarsvæðisins við Laugaveg og íbúðahverfisins ofar í holtinu. Í vesturendanum myndi vistgatan renna eðlilega saman við fyrirhugaða göngugötu um Vegamótastíg og þar mætti styrkja þau drög að torgi, sem komin eru, enn frekar.

Points

Ég bý á Grettisgötu og tek undir að bílar keyra oft ansi (alltof) hratt framhjá húsinu mínu, þannig ég styð þessa hugmynd 100 prósent!

Fáránlega hratt ekið þarna.. þarf að skoða hvernig hægt er að hægja á umferð

YESSSSSSSSSSSSS. bæta við alvoru reiðhjolageymslu her og þar og minnsta kosti hraðhindrun ut um alt, ég hef personlega seð mórg oft menn að keyra vel yfir 70kmph a milli frakkastigur og klappastig

Fleirri kodda hraðahindranir.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information