Yfirbyggt svið í Grundagerðisgarð.

Yfirbyggt svið í Grundagerðisgarð.

Hvað viltu láta gera? Forsvarsmenn Foreldrafélags Breiðagerðisskóla óska eftir yfirbyggðu sviði í Grundagerðisgarð. Grundagerðisgarður er rótgróinn og fallegur garður staðsettur í póstnúmeri 108. Garðurinn er eftirlætis staður margra íbúa Háaleitis-og Bústaðahverfis og nýttur allt árið af íbúum, skóla og frístundastarfi í hverfinu. Ósk okkar er að geta nýtt garðinn enn betur og teljum við spennandi að bjóða íbúum uppá yfirbyggt, skjólgott svið sem nýta má á fjölbreyttan hátt íbúum til heilla. Sem dæmi má nefna að nýta sviðið til útináms þar sem garðurinn er í göngufæri frá bæði leik-og grunnskóla. Við sjáum fyrir okkur að svið sem þetta myndi styðja við fjölda viðburða sem haldnir eru í garðinum sem og kosti þess að geta nýtt sviðið til að auka hreyfingu og heilsu fyrir börn, ungmenni og aðra íbúa. Hvers vegna viltu láta gera það? Við viljum efla félagsauð íbúa, styðja við dýrmætt félagsstarf í hverfinu. Með yfirbyggðu sviði í Grundagerðisgarði skapast tækifæri fyrir íbúa til að upplifa yfirbyggt rými þar sem fólk hittist, hefur samskipti og tengist skapandi, þvert á aldur, kyn og félagslegan bakgrunn. Viljum við styðja við fyrirmyndar hverfisbrag og fjölga samverustundum sem gefa færi á að rækta tjáskipti í okkar nærumhverfi og ósk okkar að fjölga stöðum sem bjóða uppá á slíka örvun.

Points

Svona svið er notað við oll tækifæri á Þórsplani í Hafnarfirði. Þetta er mjog goð hugmynd.

Eykur notagildi garðsins og þar með fjölbreytni hverfisins. Hægt að nýta við t.d. afmælisveislur, barnaleiksýningar, leikskóla og grunnskólastarf, tónleikahald og fl.

Lítið svið gerir kennurum leik- og grunnskóla kleift að nota skjólgóðan stað við útikennslu og útinám.

Kærkomin viðbót sem eykur notagildi garðsins og gerir hann vonandi enn meira lifandi. Góð hugmynd.

Flott hugmynd. Gæti nýst öllum aldurshópum ungum sem öldnum.

Líst mjög vel á þetta

Algjörlega frábær hugmynd. Slíkt svið skapa fjölmarga nýja og góða nýtingarmöguleika fyrir Grundargerðisgarð og lífga upp hann. Maður sér fyrir sér að leik- og grunnskólar gætu nýtt sér þetta, en einnig væri hægt að nota það fyrir ýmis konar sýningar, félagsstarf, afmæli og ýmis önnur tilefni, t.d. á tyllidögum.

Frábær hugmynd.

Frábær hugmynd, yfirbyggð aðstaða yrði til þess að hægt væri að nýta Grundargerðisgarð í mun meiri mæli, allt árið um kring, í skjóli fyrir veðri og vindum.

Frábær hugmynd! Vel er þörf á slíku og mun án efa vera heilmikil nýting á frá leik- og grunnskólum hverfisins sem og öðrum hverfisbúum.

Þetta er frábært hugmynd, mikil þörf fyrir slíkt í hverfinu. Getur nýst vel öllum aldurshópum. Myndi efla samskipti og góða stemningu innan svæðisins. Miðsvæðis og virkilega skemmtilegt svæði fyrir slíkt.

Frábær hugmynd, mjög margir sem geta nýtt sér þetta. Frábært fyrir skólana, leikskóla, allskonar félags-og íþróttastarf fyrir allan aldur. Eflir góðar samverustundir óháð árstíma.

Nýtist á öllum tímum ársins og fyrir alla í hverfinu.

Kæri hugmyndahöfundur Þín hugmynd var valin á uppstillingarfundi til þess að vera á kjörseðli hverfisins í kosningunni í Hverfið mitt næsta haust. Uppstilling kjörseðila fyrir kosningarnar fór fram á fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Nánari upplýsingar hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og niðurstaðan er að margar frábærar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. Til þess að auka líkurnar á því að þín hugmynd verði kosin til framkvæmda sumarið 2022 getur þú kynnt hugmyndina fyrir nágrönnum þínum og hvatt þau til þess að taka þátt í kosningunni í haust. Við sendum þér póst og minnum þig á þegar að því kemur. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og er ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Háaleitis og Bústaða á fimmtudaginn næstkomandi þann 6. maí milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á Facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/202843634962715. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Kæri hugmyndahöfundur, kosningu í verkefninu Hverfið mitt lauk þann 14.október sl. niðurstöður kosninga má sjá á www.hverfidmitt.is, Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022. Þín hugmynd hlaut ekki kosningu að þessu sinni. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information