Hvað viltu láta gera? Ég mæli með því að gerð verði botngata í Fellsmúla að Síðumúla. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að umferðin þarna er of mikil þegar tekið er tillit til fjölda fólks og barna á þessu svæði og því fjölgar hratt.
Sem íbúi við fellsmúla finnst mér þetta góð hugmynd - þarna er hámarkshraði 30 km og þegar mest á reynir er keyrt langt yfir hámarkshraða og hoppað á flestum hraðahindrunum. Hryllilegt að komast yfir götuna - hvað þá fyrir öll börnin er búa í fellsmúla með auknu fjölskyldufjölgun. Þetta ytir einnig út i það að fólk verður öruggara að fara yfir götu - i stað þess að eiga það á hættu að vera keyrt niður eins og raun hefur verið.
Með Miklubraut beint við hliðina á er ekki gott að sjá hverjum það er í hag að Fellsmúli sé gegnumstreymisgata, sérstaklega með auknum íbúafjölda og gangandi umferð á þessu svæði. Að auki er það hvorki umhverfisvænt né manneskjuvænt að Fellsmúli sé 50-gata milli Síðumúla og Grensásvegar. Það ætti að þrengja götuna og lækka hámarkshraða í 30 km/klst þar til samræmis við restina af Fellsmúlanum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation