Yfirfara aðgengi fyrir fatlaða og aðra í hverfinu

Yfirfara aðgengi fyrir fatlaða og aðra í hverfinu

Hvað viltu láta gera? Ráða ÖBÍ til að gera heildstæða úttekt á aðgengi fatlaðra á stéttum, að húsum og við græn svæði eða útivistarsvæði í hverfinu og bæta þar sem ábótavant er. Hvers vegna viltu láta gera það? Aðgengishindranir í hverfinu eru ótal margar, ef gera ætti tillögu fyrir hverja hindrun tæki það endalausan tíma. Ef heildstætt yrði tekið á, myndi það gagnast öllum, barnavagnar, hjólabretti og hinn almenni gangandi vegfarandi væri betur staddur auk þess sem aðgengi fatlaðra ætti að vera vel séð frá öllum hliðum. Sem aukaverkun væri að hægt væri fyrir suma að velja að nota ekki bíl í sumar ferðir sem samsvarar markmiðum Reykjavíkurborgar. Það er mikilvægt að ÖBÍ sem dæmi sjái um framkvæmdina því eitthvað sem er okkur augljóst er ófötluðum algerlega hulið.

Points

mikilvægt!

Það er frískandi að sjá tillögu um eitthvað heildstætt. Ég styð þetta mál og það verði sett aðgerðaáætlun.

Tek undir þetta. Skeifan á heimsmet í hindrunum fyrir alla nema bílaumferð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information