Ný tenging við göngustíg frá Háaleitisbraut 52-56

Ný tenging við göngustíg frá Háaleitisbraut 52-56

Hvað viltu láta gera? Hættulegar tröppur eru við endann á bílaplaninu við Háaleitisbraut 52-56 og gangandi vegfarendur eru í hættu í myrkri þegar þeir eru að ganga á bílaplaninu til að komast inn á göngustíginn sem skilur að Háaleitisbraut og Safamýri. Þessi tenging er sú eina af þessu taginu við þennan göngustíg og öruggast væri að fjarlægja þessar gömlu tröppur og tengja gönguleiðina frekar yfir túnið og rjúfa skarð í vegginn meðfram stígnum á réttum stað. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að auka öryggi þeirra sem fara þarna um. Þessar tröppur henta ekki þeim sem eru á hjóli eða með barnavagna og eru hindrun fyrir þá sem ferðast um í hjólastól eða sambærilegum farartækjum

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information