Stóraukið umferðaröryggi 30 km hverfum

Stóraukið umferðaröryggi 30 km hverfum

Hvað viltu láta gera? Enda hraðakstur og auka öryggi allra í 30 km íbúahverfum með því að fjarlægja öll biðskyldu- og stöðvunarmerki og þar með "aðalbrautir". Láta þess í stað meginregluna "hætta til hægri" gilda á öllum gatnamótum innan þeirra. Hvers vegna viltu láta gera það? Akstur í 30 km hverfum á að krefjast stöðugrar aðgæslu og eðlilegt að akandi og hjólandi nálgist öll gatnamót með sömu varúð. Helsta hvatning til of hraðs aksturs og skorts á aðgæslu gagnvart t.d. umferð gangandi, er að vera á götu sem á réttinn á næstu gatnamótum.

Points

Bý við hægri-reglu gatnamót og hef búið nálægt öðrum þannig gatnamótum áður og finnst meginreglan vera sú að fólk kunni alls ekki á þá reglu, heldur bruni í gegnum gatnamót þar sem ekki er bið- eða stöðvunarskylda. Frekar fjölga stöðvunarskyldum og/eða hraðahindrunum í íbúðarhverfum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information