Sundlaug í fossvogsdalinn

Sundlaug í fossvogsdalinn

Hvað viltu láta gera? Reisa sundlaug í fossvoginum Hvers vegna viltu láta gera það? Lengi hefur verið talað um að fá sundlaug í fossvogsdalinn og árið 2018 var samþykkt tillaga í borgarráði um að gera ráð fyrir sundlaug í deiluskipulagi í fossvogi. Sundlaugin myndi þjóna bæði reykvíkingum og kópavogsbúum. Sundlaugin myndi nýtast fyrir skólasund fossvogsskóla og snælandsskóla, og jafnvel réttarholtsskóla og digranesskóla. Auk þess myndi sundlaug bæta lífsgæði íbúa á svæðinu gífurlega. Sundlaugin væri sameiginlegt verkefni Reykjavíkur og Kópavogs. Meðfylgjandi er skýrsla sameiginlegs starfshóps á vegum Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar.

Points

Vil ekki sjá aukna bílaumferð sem er næg fyrir. Umhverfisvæn sundlaug þar sem allir koma gangandi gengur ekki upp því miður. Þetta þýðir aukna umferð um Fossvogsskóla með aukinni hættu fyrir skólabörn.

Til þeirra sem skrifa gegn þessari tillögu: ætlunin samkvæmt deiliskipulagi er að sundlaugin verði ekki með bílastæði (nema fyrir hreyfihamlaða), og ætluð gangandi og hjólandi vegfarendum. Þannig allar áhyggjur af aukinni bílaumferð er algjörlega óþarfar. Þar að auki er Fossvogsdalurinn sjálfur miklu stærri en sjálf útivistarsvæðin. Það eru mikil svæði sem eru bara gömul tún í órækt, þannig áhyggjur af því að ganga á græn útivistarsvæði eru líka óþarfar.

Alls, alls ekki að fá sundlaug í Fossvogsdalinn og minnka utivistarsvæði okkar borgarbúa sem og auka mengun og bílaumferð. Við þurfum að vernda svona einstök græn svæði. Sundlaugar eru nægar hér í borg og með góðum bílastæðum. Við eigum alls ekki að byggja svona landrýmsfreka afþreyingu i dalnum.

Græn sundlaug sem hverfisbúar Fossvogs, Kópavogs og Réttarholts geti notist við. Rök margra í dag við að flytja ekki í hverfið er vegna skorts á sundlaug fyrir fjölskyldur að hjóla eða ganga í. Þetta minnkar mengun í borginni.

Næstu sundlaugarnar eru Árbæjar, Breiðholts, Kópavogs og Laugardals sem er alveg spöl að taka og sérstaklega ef Reykjavík vill bera græn borg þá er langt að fara í sund nema að eiga bíl, Fossvogurinn er erfiður að vera bíllaus því það er svo langt í allar þjónustur. Vantar almenn verslun eins og Bónus eða Krónan, Grímsbær er eina sem er í boði eins og er. Það væri líka flott að hafa kaffihús. Þá þyrfti fólk sem byggi þarna ekki að fara í Kópavog eða Breiðholt í allar þjónustur.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins og fellur ekki að reglum verkefnisins þar sem hún krefst verulegs rekstrarkostnaðar. Sundlaug í Fossvogsdal er einnig í ferli annars staðar í borgarkerfinu. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information