Grenndarstöðvar verði Götustöðvar - Í hverri götu!

Grenndarstöðvar verði Götustöðvar - Í hverri götu!

Hvað viltu láta gera? Fjölga grenndarstöðvum og setja þær í hverja götu með lágmarki 100 metra millibili. Fjölgun endurvinnslugáma verður til þess að fleiri flokki rusl og ekki þurfi að safna rusli heima við og fara í reglulegar bílferðir til þess að flokka. Háaleiti og bústaðir geta verið fyrsta hverfið til þess að prófa slíka lausn. Hvers vegna viltu láta gera það? "Um 85% íbúa hafa aðgengi að grenndarstöðvum í 500 metra fjarlægð frá heimili sínu eða minna." 500 metrar er alltof langur göngutúr fyrir fólk að labba með marga poka af rusli í flokk og fæstir fá sig í það. Þeir sem flokka þurfa að geyma mikið af rusli heima og keyra síðan á grenndarstöðvar en flestir standa ekki í þessu vegna þess hversu óþjált þetta er. Erlendis endurvinnslugámar með stuttu millibili og flokkun í takt við það. Verndum umhverfið, gerum flokkun aðgengilegri og þá munu fleiri leggja sitt að mörkum.

Points

Það er 650 m. gangur í næstu grenndargáma fyrir mig. Ég ekki á bíl og þarf því að ganga og því miður er þeir yfirleitt mjög fullir, þetta leiðir til að fólk hættir þessu. Einnig þarf að vera aðstaða til að henda batteríum, ljósaperum og spilliefnum, eins og spreybrúsum og annað. Því miður er nær ómögulegt að ætla að vera unhverfisvæn og flokka vel og vera bíllaus.

Það er alltof langt labb í næstu grenndargáma hjá mér svo að ég reyni að fara í bílferð einu sinni í viku en því miður eru gámarnir oft fullir þegar að ég fer með plast og pappa og þá fyllist ekki bara heimilið af flokk rusli heldur einnig bíllinn. Það væri frábært að fá götustöðvar svo að maður geti labbað jafn óðum með flokk rusl og þá verður meiri hvati fyrir fleiri til að "standa í þessu" sem er mikið vesen fyrir t.d. bíllaust fólk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information