Fótalaug í fjörunni

Fótalaug í fjörunni

Hvað viltu láta gera? Í fjörunni sunnan við Fólkvang, koma upp fótalaug (kalt eða volgt) í líkingu við þá sem er við Gróttu á Seltjarnarnesi. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta er stórskemmtilegur staður með mikið og fallegt útsýni til fjalls og yfir víkina til Reykjavíkur. Hluti rörsins liggur lárétt í fjöruborðinu og væri kjörið sem fótabaðs aðstaða í líkingu við þá sem er við Gróttu á Seltjarnarnesi. Meðfram Vesturlandsvegi, innan við 150 metra frá þessum stað er hitaveiturör Grundarhverfis. Við 2.áfanga framkvæmda við breikkun Vesturlandsvegar væri hægt að skjóta hliðargrein niður að fjöruborði fyrir fótabað. Einfaldasta lausnin verði þetta framkvæmt, væri eflaust að hafa þetta sem kalt fótabað, sjóvatn eða frárennsli úr fjalli. Þessi staður (þar sem frárennslisstokkur er frá varnargarði) er innan við 350 metra frá núverandi áningarstað við Sjávarhóla.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information