Sundlaug í Fossvoginn

Sundlaug í Fossvoginn

Hvað viltu láta gera? Efna kosningaloforð og byggja sundlaug í Fossvoginum - STRAX Hvers vegna viltu láta gera það? Það vantar sundlaug á þetta svæði og það er langt síðan sú umræða hófst

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins og fellur ekki að reglum verkefnisins þar sem hún krefst verulegs rekstrarkostnaðar. Sundlaug í Fossvogsdal er einnig í ferli annars staðar í borgarkerfinu. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Fossvogsdalurinn er sennilega veðursælasti reitur á öllu landinu og fullkomnlega vannýttur. Sundulaug mundi draga borgara inná svæðið og gæti verið skref í átt landsnáms í dalnum. Gott væri að sundlaugin skapaði sér sérstöðu með að vera ekki í anda kappleikja heldur meira í anda útiveru. Minna beinar brautir, hvítar flísar og steinsteypt plön og meira viður, steinhleðslur og sandur.

Komin timi á að efna kostnigatloforði DagurB

Löngu tímabært og marglofað

Sundlaug er íbúum hverfisins mikilvæg, henni hefur verið lofað í áratugi og við beðið þolinmóð en nú er kominn tími til að efna loforðið! Sundlaug er heilsueflandi fyrir unga sem aldna íbúa hverfisins og bagalegt/óumhverfisvænt að senda börn í sundkennslu rútum! Fyrir utan skóla er mjög lítil almenn þjónusta við íbúa hverfisins og því hlýtur röðin að vera komin að okkar hverfi!

Við erum búin að bíða ansi lengi eftir þessari framkvæmd og tímabært að hún verði komin af stað fyrir næstu kosningar!!!

Það væri frábært að hafa "græn" sundlaug eins og var oft talað um (fólk labbar þangað) og ekki þurfa að keyra til að fara í sund eins og raunin er í dag.

Fossvogsdalur er mikið útivistarsvæði, það væri frábært ef fólk gæti hjólað í sund. Þar væri góð aðstaða fyrir að geyma hjól. Væri hægt að fara í framkvæmdina með Kópavogsbæ.

Það er kominn tími á að fá sundlaug í Fossvoginum.

Löngu tìmabært ad efna loford.fjölskyldu og barnvæna sundlaug med grænu adgengi.Fara ì tessa framkvæmd helst ì gær!

Það sárvantar sundlaug á þetta svæði. Þetta eru einnig rök margra sem segjast ekki vilja flytja í hverfið því það er engin sundlaug nærri.

Sundlaug er íbúum hverfisins mikilvæg, henni hefur verið lofað í áratugi og við beðið þolinmóð en nú er kominn tími til að efna loforðið! Sundlaug er heilsueflandi fyrir unga sem aldna íbúa hverfisins og bagalegt/óumhverfisvænt að senda börn í sundkennslu rútum! Fyrir utan skóla er mjög lítil almenn þjónusta við íbúa hverfisins og því hlýtur röðin að vera komin að okkar hverfi!

þessi sundlaug á fara við hlið Víkingssvæðisins, þar er klár samlegð í nýtingu á aðstöðu s.s. bílastæðum

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information