Gerum útisaðstöðu við Gömlu Spennistöðina

Gerum útisaðstöðu við Gömlu Spennistöðina

Hvað viltu láta gera? Spennistöðin er félags- og menningarmiðstöð íbúa Miðborgarinnar, fjölnotakennslurými Austurbæjarskóla og aðsetur félagsmiðstöðvarinnar 100og1. Rekstur hennar er í höndum Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar en Íbúasamtök Miðbæjar hafa unnið frábært starf í samstarfi við Borgaryfirvöld og Austurbæjarskóla við að gera Spennistöðina glæsilega að innan. Í fyrra voru svo gráir og útkrotaðir veggir Spennistöðvarinnar skreyttir fallegu grænu listaverki eftir Söru Riel í kjölfar hugmyndar sem var lögð fram hér á Betri Reykjavík. Spennistöðin er lifandi hús og þar er unnið algjörlega frábært og mikilvægt starf, en nú er brýnt að bæta úr útisaðstöðunni þar, í dag er þar niðurdrepandi steinsteypt akbraut, ljótt bílastæði, leiðinlegt sölnað gras, mygluð glerbrot og niðurbrotnir steypukantar. Þarna mætti byggja fallega trépalla, helluleggja, útbúa grillaðstöðu og gera útiborð eða bekki, kannski aðstöðu til að kenna utandyra, og svo blómaker og mögulega gróðurhús? Hvers vegna viltu láta gera það? Að bæta úr útiaðstöðu Spennistöðvarinnar myndi gera hana skemmtilegri, vistlegri og fallegri og láta okkur og unglingunum okkar og krökkunum okkar líða betur í hjartanu. Þar nýtur sólar nokkuð vel og þetta óvistlega svæði gæti með litlum tilkostnaði orðið frábær viðbót við Spennistöðina.

Points

Spennistöð er frábær fyrir felagsauð Miðborgarinnar. Útiaðstaða þar sem hægt væri að hafa huggulegt, grilla, falleg blóm og matjurtir myndi auðga og bæta bæði starf félagsmiðstöðvarinnar 100og1 og frístundaheimilinsins Draumalands sem hafa aðstöðu í Spennistöðinni. Eigin væri auknir möguleikar fyrir útikennslu í Austurbæjarskóla og um helgar geta íbúar komið og notið þess að nota aðstöðuna.

Gera fallegt og vistlegt fyrir utan spennustöðina gerir hana að sjálfsögðu meira aðlaðandi og notalegri fyrir krakkana. Það væri t.d. hægt að setja þar bekki, tré og blóm, einhvers konar torg með gosbrunni í miðjunni. Það mætti jafnvel setja einföld leiktæki eins og skemmtilegar rólur og fleira í þeim dúr, væri hægt að setja klifurvegg?

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Miðborgar á miðvikudaginn þann 14. apríl milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 20 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/465260328253674. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information