Að bæta vellíðan unglinga

Að bæta vellíðan unglinga

Hvað viltu láta gera? Hugmyndinn mín er eiginlega að losa okkur við “miðbæjarrottur” og slagsmál. Hugmyndinn mín er semsagt að setja upp heimasíðu með hugmyndum fyrir unglinga um hvað sé hægt að gera skemmtilegt í hverju hverfi. Margir unglingar á okkar aldri fara oft í Hagkaup á föstudags- eða laugardagskvöldum og rúnta um bæinn. Mín hugmynd er semsagt 'heimasíða' sem unglingar geta valið hverfi og valið þar úr hugmyndum um hvað sé hægt að gera t.d. Versturbærinn og fleiri hverfi hafa upp á að bjóða og svona smá dagskrá til að koma í veg fyrir partíhald og drykkju. Segjum að okkur þremur vinum leiðist á föstudagskvöldi og langar að gera eitthvað á Kjalarnesi. Þá fer ég bara inn á síðuna og vel hugmyndir sem henta fyrir föstudagskvöld, þá kannski poppar upp það sem er opið, t.d sundlaugar. Síðan ef þú vilt ekki borga neitt þá eru að finna fullt af hugmyndum um eitthvað sem ekki þarf að greiða fyrir. T.d fara út með heitt kakó og skoða hella eða kannski áttu ekki bíl þá bara taka strætó að bryggjunni og fara að labba á bryggjunni. Síða gæti kannski líka verið ef t.d bærinn mundi styrkja verkefnið að þegar þú ert búinn að skrá þig inn á vefinn þá færðu frítt í sund einu sinni í mánuði og kannski fengir þú líka einu sinni í mánuði að spila frítt í Nexus eða fara frítt í Laugarspa. Einnig væri hægt að plana einhverja hittinga. Segjum að ég búi til viðburð á þessari heimasíðu sem er klukkan 23:00 á föstudagskvöldi sem væri að fara út og skoða Norðurljósinn og svona INSTAGRAM ganga þá hittast kannski nokkrir krakkar og kynnast og hjálpast að við að taka Instagram-myndir af sér, í þeirri ferð væri einnig hægt að fá með sér einn starfandi Ljósmyndara. Semsagt þetta er svona heimasíða með hugmyndum til þess að krakkar á framhaldsskólaaldri kynnist betur og koma í veg fyrir drykkju hjá þessum aldurshópi, einnig ef t.d. tveim vinum leiðist heima og nenna kannski ekki að rúnta þá geta þeir farið saman inn á þessa síðu og skoðað hvað sé í boði að gera á þessum tíma og hvað sé vinnsælast að gera klukkan eitthvað fyrir ákveðinn aldurshópi. Ég held að þetta gæti bætt heilsu og vellíðan barna á þessum aldri. Krakkar kynnast þá betur og skoða líka það sem hverfið þeirra hefur upp á að bjóða en ekki bara þeirra hverfi heldur önnur hverfi sem þeim langar að skoða. Fyrirtæki gætu líka auglýst ferðir þarna inni fyrir þennan aldurshóp og reynt að ná þá hópafslætti. Hugmynd er einnig sú að þegar þú ert innskráður þá er kannski starfsmaður hjá Reykjavíkurborg sem sér um vefinn búinn að senda fyrirspurn á fyrirtæki um hvort þau vilja styrkja verkefnið. Segjum sem svo að Hopp Hlaupahjól vilji styrkja verkefnið og gefa þá öllum notendum einn klukkutíma gefins á Rafhlaupahjólum, Með því er þá fyrirtæki að auglýsa þjónustu sína og að veita unglingum afþreyingu. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég vill láta gera þetta til að koma í veg fyrir einmanaleika hjá unglingum á þessum aldri og leyfa þeim að kynnast öðrum hliðum af hverfum í Reykjavík. T.d Fótalaugin á Norðurströnd á Seltjarnarnesi. Fáir vita af fótalauginni en ef það væri hugmynd inni á síðunni að fara í fótabaðið á Norðurströnd þá eru unglingar að upplifa aðra hlið af þeirra hverfi eða kannski unglingar að koma þangað og læra eitthvað nýtt í þessu hverfi. Segjum sem svo að foreldar mínir eiga ekki mikla peninga og mig langi að fara í sund, Öllum vinir mínum langar að fara í sund en því miður lifi ég ekki í þeim aðstæðum að foreldrar mínir hafi mikla peninga á milli handana. Þá hugsa ég hey ég á inni frítt í sund og get nýtt mér það. Síðan er þetta líka sniðugt fyrir fyrirtæki að auglýsa þjónustu sína. Segjum sem svo að Kaffitár bjóði öllum sem hafa skráð sig inn og eru með aðgang að þessari heimasíðu einn kaffibolla. Þá skapast auglýsing fyrir fyrirtækið og fólk prófar þjónustuna þeirra og mjög líklega komi aftur og borgi fyrir kaffibolla, sem dæmi. Þá er líka hægt að velja árstíma eða það er bara stillt sjálfkrafa ef það er vetur þá væri í boði að fara á skíðasvæði í Ártúninu en sú hugmynd myndi ekki koma upp á sumartíma þá kæmi eingöngu upp hugmynd sem tengdust sumri t.d. eins og lautarferð á Klambratúni. Þetta á eftir að bæta heilsu og vellíðan unglinga og auðvelda þeim að hitta vini sína í stað þess að einangra sig frá vinahópnum sínum.

Points

Góð hugmynd

Mér finnst þetta frábær hugmynd, þetta opnar fullt af möguleikum til að kynnast nýjum vinum. Ef allir geta skrifað inn sýnar hugmyndir væri mikið einfaldara að finna einhvern sem hefur sama áhugamál og þú.

Ég sem unglingur finnst þetta frábær hugmynd til þess að fá krakka og unglinga til þess að upplifa nýja og skemmtilega hluti á öruggan hátt

Góð pæling

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um að ræða eiginlega nýframkvæmd ásamt því að hugmyndin felur í sér rekstrarkostnað. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til Skóla- og frístundasviðs og Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information