Gróðursetja tré og berjarunna frá Hringtorginu í vestur .

Gróðursetja tré og berjarunna frá Hringtorginu í vestur .

Hvað viltu láta gera? Gróðursetja tré og berjarunna á spildunni sín hvoru megin við Hofsgrund frá hringtorginu í vestur átt. Setja tré niður í þyrpingum sem skarast, EÐA í línum. 1.Trjálína 2.berjarunnar 3. trjálína 4. berjarunnar og svo framvegis.Hafa þéttari gróðursetningu sunnan við veginn ( þar er stærra svæði ) en hafa tré/runna með góðu millibili norðan við götuna. Óþarfi er að búa til beð í kring um trén ( það kallar á mikla umhirðu )en setja berjarunnana (rifs - og sólber) í beð. Reynitré dafna vel hér í hverfinu og öspin er líka fín. Gróðursetja nokkuð þétt, en skilja eftir pláss fyrir gangstétt, sem hefur enn ekki verið lögð. Skýla svo gróðrinum með einni léttri girðingu sem kæmi næst hringtorginu, sem stæði fyrstu árin. ( 2-3 lágrétt timburborð ca. 1 metri á hæð ).Þessi skýling sést víða og er mikil stuðningur fyrir plönturnar . Hvers vegna viltu láta gera það? Í NA og A vindáttum koma feiknaharðir strengir niður alla Hofsgrundina.Þetta er opið svæði.Gróðurinn myndi lægja vindinn töluvert .Það er ekki eitt einasta tré á þessu svæði. Allur gróður á erfitt uppdráttar hér vegna skjólleysis. Þetta yrði partur af skjólmyndun í hverfinu og fegrar svæðið heilmikið.

Points

Gróðursetning trjáa og annars gróðurs er mjög mikilvægt til að skapa skjól og það er enginn á móti því hér á Kjalarnesi.

Vil árétta það sem virðist gleymast : Það er íbúabyggð vestan hringtorgsins.Við , sem hér búum þurfum líka skjól Umrædd auða spilda er okkar næsta umhverfi..Hæðarmunurinn við byrjun Hofsgrundarinnar til enda er mikill.Það er ástæðan fyrir aukum vindhraða sem lemur á byggðinni hér. Einnig : Hér á Hofgrundinni v. hringtorgsins , hefur legið við slysum, þegar börn sem hafa ekki haft annað en götuna að hjóla eftir. Í Guðs bænum ; byrgjum brunninn..... Engin gangstétt frá upphafi byggðsr hér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information