Bergvík 2 :: KRÍA Kaffihús og munasafn

Bergvík 2 :: KRÍA Kaffihús og munasafn

Hvað viltu láta gera? Reykjavíkurborg bjóði upp á samkomu- og menningarhús í anda Gerðubergs í Eyfahúsi (Bergvík 2, Víkurgrund 1A/1C). Kjalnesingum vantar stað þar sem þessir menningarheimar geta komið saman og skapað tengsl. Þannig styrkist samfélagið, þannig víkkum við sjóndeildarhringinn. Hvar er betra en yfir mat og drykk? Kynnast matarmenningu, prjóni og tónlist. Hvers vegna viltu láta gera það? Húsið hefur frá upphafi þjónustað ábúendur Kjalarness sem hænsnahús, smíðaverkstæði, geymsla fyrir verktaka og búnað björgunarsveitarinnar Kjölur, og auðvitað íbúðarhús. Ég vil sjá húsið fá endurnýjun lífdaga; góða staðsetningin og útsýnið nýtt til að bæta við þjónustu til íbúa og vegfarenda á svæðinu. Sjósund, skólar og íþróttahús með Klébergslaug (útsýnissundlaug Reykjavíkurborgar) dregur til sín fólk. KRÍA kaffihús myndi fá það til að staldra lengur við og njóta þess sem Hofsvíkin gerir best: útsýni yfir Faxaflóann. Komandi hundagerði styður einnig við þjónustu handa hundaeigendum. Svokallað munasafn (e. tool library) í líkingu við Reykjavik Tool Library með aðstöðu á vélaverkstæðis hluta hússins myndi stórbæta þjónustu við Kjalarnes svæðið. Auka á samfélagsmynd og samheldni með hringrásahagkerfi að leiðarljósi. Kjalnesinga vantar samkomu stað þar sem gefst færi á að setjast niður og mynda tengsl. Esjuskáli rúmar ekki að margir setjist niður og Fólkvangur nýtist til útleigu en ekki daglegrar opnunar. Hreppurinn svokallaður er handhægur fyrir ýmis félög og starfsemi en ekki almenna og óvænta hópamyndun og kynni. KRÍA nafnið vísar til fyrrum merki Kjalarneshrepps þar sem kría var í forgrunni. Krían er harðger fugl sem ferðast langar vegalengdir. Á Kjalarnesi býr harðgert fólk og hingað flytjast líka einstaklingar og fjölskyldur sem koma langt að. Verkamenn í matvælaiðnaði frá hinum ýmsu löndum Evrópu og sömuleiðis hælisleitendur sem bíða þess að fá hér landvistarleyfi. Okkur vantar stað þar sem þessir menningarheimar geta komið saman og skapað tengsl. Þannig styrkist samfélagið, þannig víkkum við sjóndeildarhringinn. Hvar er betra en yfir mat og drykk? Kynnast matarmenningu, prjóni og tónlist. Boðið upp á léttan mat og bakkelsi með nýtingu hráefnis af svæðinu (Stjörnugrís, Stjörnuegg, Matfugl, Bakki o.fl.).

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndin felur í sér verulegan rekstrarkostnað og fellur því ekki að reglum verkefnisins. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Á Kjalarnesi vantar einmitt svona stað þar sem fólk getur droppað inn og hist og spjallað um daginn og veginn. Kjalarnes er mjög auðugt af fólki frá ýmsum löndum og menningarheimum og allir geta lært af hver öðrum um mismunandi siði og hætti manna. Þetta myndi auka grósku mannlífsins og tengja okkur sterkari böndum sem eitt samfélag.

Góð hugmynd sem væri frábært að fá framkvæmda. Enginn samverustaður í okkar útjaðrahverfi þar sem tveir eða fleiri geta sest niður og rabbað saman. Snilld fyrir litla hópa, nágranna, kunningja o.s. frv.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information