Miðstrætið fái götulýsingu við hæfi

Miðstrætið fái götulýsingu við hæfi

Hvað viltu láta gera? Tillaga okkar er að í stað hárra nútíma götuljósa komi lág gamaldags götuljós í „vintage“ stíl, sem hæfir einstakri götumynd Miðstrætis. Hvers vegna viltu láta gera það? Íbúar Miðstrætis eru afar stoltir af sögu og ásýnd götu sinnar. Fyrstu húsin risu 1902-3 (nr. 8 og 10), og voru þá kölluð „Snikkaravillur“. Á sama tíma og í sama stíl risu fögur hús við Tjarnargötu og víðar. Til hinnar einstöku götumyndar teljast Miðstræti 3, 3a, 4, 5, 6, 7, 8a og 8b, 10 – ásamt Skálholtsstíg 7-Næpunni og Bókhlöðustíg 8 og 10. Allt frá 1980 hafa eigendur húsa við Miðstræti verið duglegir við að endurbæta og fegra húsin og þá í samráði við húsfriðunaryfirvöld, enda viðurkennt að Miðstræti sé ein heillegasta götumynd borgarinnar frá upphafi síðustu aldar. - Flytjendur þessarar tillögu telja að eftir miklar endurbætur og fegrun húsa í Miðstræti hin síðari ár yrði það til að auka enn á fagra ásýnd götunnar að í stað hárra nútíma götuljósa komi trúverðug götulýsing í „vintage“ stíl. Þá væri tilvalið og enn frekar til að fegra strætið að legga vel valdar gengstéttarhellur beggja vegna. Íbúar Miðstrætis hafa í vaxandi mæli orðið varir við fjölda ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem gera sér ferð um götuna til að ljósmynda þessi fallegu bárujárnshús. Án efa væri slík „vintage“ götulýsing til að auka enn frekar við þetta aðdráttarafl götumyndarinnar og undirstrika þá prýði sem Miðstræti er fyrir borgina.

Points

hjartanlega sammála

Styð þessa fallegu og tímabæru hugmynd

Miðstræti með sýna einstöku götumynd á skilið að lýsingin sé í stíl við húsin. Það er í raun merkilegt í ljósi þess að götumyndin er friðuð að lýsingin hafi ekki verið löguð án þess að íbúar bæðu sérstaklega um það. Um götuna röltir mikil fjöldi ferðamanna og líka borgarbúar sem fara hér í gegn um á rölti um miðborgina. Að lokum þá man ég eftir svipaðri tillögu fyrir allmörgum árum sem ekki átti upp á pallborðið vonandi á hún það nú.

Flottara

Ólst upp í Miðstræti 5, gæti ekki verið meira sammála þessari frábæru tillögu.

Ég styð þessa hugmynd.

Flott hugmynd.

👍

Með

Götuljós og hús eru órofa hluti af sömu götumyndinni. Gömlu ljósin sem eru í sama stíl og húsin í götunni og smellapassa í þessa mynd, en alls ekki þessi ósmekklegu iðnaðarhverfisgötuljós sem eru þar núna. Það þarf að skipta þeim út sem allar fyrst.. Þetta á reyndar við um fleiri götur í gamla bænum en þessi gata æpir á það. Mundi gjörbreyta útlitinu til hins betra ...af augljósum ástæðum.

Svona vintage götulýsing ætti að vera í öllum Þingholtunum. ekki síst í Miðstræti.

Frábær hugmynd ❤️

Algerlega sammála og það á líka við um Þingholtsstræti. Þar þarf líka fallegri ljósastaura eins og t.d. eru við Skólavörðustíg. Einnig þurfa að vera staurar báðum megin við götuna þannig að möguleiki sé að tengja hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíl í staurana. Staurarnir í Þingholtsstræti eru þeim megin sem ekki má leggja og ekki leiðir maður rafmagnskapal þvert yfir götuna.

Miðstræti er iðulega nefnt sem dæmi um eina heillegustu og best varðveittu timburhúsagötuna í Reykjavík frá upphafi aldarinnar. Götumynd friðuð og íbúar meðvitaðir um að gera hús upp í anda uppruna síns. Einkar vel við hæfi að götulýsing fylgi sömu stefnu og sé í anda þeirra götuljósa sem sjá má á myndum frá eldri tíð.

Burtu með þessa ljótu staura úr yndislega fallegri götu!!

Dásamlega flott tillaga. Götulýsing sem styrkir heildarmynd hins fallega Miðstrætis.

Gatan er ein fegursta gata Reykjavíkur. Myndi þessi tillaga um lýsingu í þessum stíl undirstrika fegurð hennar enn frekar.

Þessi fallega gata á að sjálfsögðu að fá falleg ljós, svo er auðvitað betra fyrir íbúa götunnar og hverfisins að geta gengið eftir Miðstrætinu á veturna, í góðri birtu.

Þessir iðnaðarstaurar mega hverfa úr hverfinu okkar ... Takk ..!!

Kæri hugmyndahöfundur, Til hamingju hugmyndin þín hlaut kosningu í Hverfið mitt 2021. Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022, niðurstöður kosninga má sjá á www.Hverfidmitt.is. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is/. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Kæri hugmyndahöfundur Þín hugmynd var valin á uppstillingarfundi til þess að vera á kjörseðli hverfisins í kosningunni í Hverfið mitt næsta haust. Uppstilling kjörseðila fyrir kosningarnar fór fram á fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Nánari upplýsingar hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og niðurstaðan er að margar frábærar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. Til þess að auka líkurnar á því að þín hugmynd verði kosin til framkvæmda sumarið 2022 getur þú kynnt hugmyndina fyrir nágrönnum þínum og hvatt þau til þess að taka þátt í kosningunni í haust. Við sendum þér póst og minnum þig á þegar að því kemur. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Miðborgar á miðvikudaginn þann 14. apríl milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 20 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/465260328253674. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information