Reiðhjól á móti einstefnu

Reiðhjól á móti einstefnu

Hvað viltu láta gera? Ég vil að Reykjavík opni fyrir það að hjólreiðafólk geti hjólað á móti einstefnu þar sem það á við án þess að brjóta lög. Ég vil að það verði sett upp skilti í einstefnugötum sem gefi reiðhjólum undandþágu við að hjóla á móti einstefnu. Hvers vegna viltu láta gera það? Undirritaður hefur hjólað í borgum erlendis þar sem þetta tíðkast. Þar ber þá að nefna borgina Dunkerque í Frakklandi. Þar virðast borgaryfirvöld hafa opnað alla miðborgina fyrir hjólreiðafólk án þess að fara í neinar sérstakar aðgerðir nema að setja upp skiltin. Oslo er líka dæmi um borg sem notar svona skilti en er þá oftast búin að ráðast í einhverjar aðgerðir á götunum, eins og að fjarlægja bílastæði til þess að rýma fyrir akrein fyrir hjólandi. Þetta getur auðveldað hjólreiðafólki för og gæti verið liður í að byggja upp hjólreiðastígakerfið.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information