Hrein borg

Hrein borg

Hvað viltu láta gera? Setja niður stórar einingar í miðborginni, sem taka við sígarettustubbum, þar sem þeirra er þörf. Væntanlega detta þar líka niður nikótínpúðar og tyggjó. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna sóðaskapar fyrst og fremst . Hægt er að finna yfir 30 stubba á einum fermetra. Það er rosalega mikið um nikótínpúða út um allt og mikið um að tyggjói sé hent á gangstéttir borgarinnar. Nikótíntyggjóið er allra verst, segir sá sem hefur fjarlægt 34.705 tyggjóklessur af gangstéttum Reykjavíkurborgar.

Points

Við eigum að hlusta á þennan mann sem fórnar tíma sínum í þágu borgarbúa og fegrunar Reykjavíkur. Hann er að benda á sóðaskap sem er okkur öllum til skammar. Styð þessa tillögu 100%.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information