Framlenging umferðareyju neðst í Fellsmúla

Framlenging umferðareyju neðst í Fellsmúla

Hvað viltu láta gera? Stækka umferðareyju og lengja til vesturs við gatnamót Fellsmúla og Grensásvegar svo ökumenn taki ekki beygju inn að bílastæði við Hreyfilshúsið. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta er umferðaröryggismál af hæstu gráðu. Þrátt fyrir að óbrotnar línur séu málaðar í malbikið er sumum ökumönnum óljóst að ekki má beygja þarna inn og hamla umferð sem er á leið upp Fellsmúlann með tilheyrandi stíflu fyrir aftan þá bíla. Samkvæmt upplýsingum frá umferðarsviði Reykjavíkurborgar er þetta á teikniborðinu, en er látið mæta afgangi í forgangsröðun. Áður en slys hlýst af þarna er nauðsynlegt að grípa inn í með þrýstingi íbúa.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information