Gróðurhús við Hæðargarð – matjurtaræktun og samkomustaður

Gróðurhús við Hæðargarð – matjurtaræktun og samkomustaður

Hvað viltu láta gera? Veglegt gróðurhús fyrir hverfisbúa - matjurtaræktun og afþreying. Við Hæðargarðinn er grænt svæði sem liggur á milli Hæðargarðs 16 og 18. Þar væri fallegt að staðsetja gróðurhús sem allir hverfisbúar hafa aðgengi að. Í gróðurhúsinu væri hægt að rækta matjurtir, vera með ýmsar samkomur eins og til dæmis tónleika, upplestur, leiksýningar, yoga og ýmis konar fræðslu svo eitthvað sé nefnt, ásamt nestisaðstöðu. Hvers vegna viltu láta gera það? Áhugi á ýmis konar matjurta- og plönturæktun er að aukast og hverfinu vantar aðstöðu sem þessa sem er innandyra. Fallegt að geta sameinað undir einu þaki matjurtaræktun og aðstöðu fyrir alls kyns afþreyingu. Leik- og grunnskólar hverfisins, félagsstarf eldri borgara, foreldrahópar, skátarnir og allir hinir, gætu nýtt sér aðstöðuna þegar veður er vont. Möguleikarnir eru endalausir.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information