Gróðurhús við Hæðargarð – matjurtaræktun og samkomustaður

Gróðurhús við Hæðargarð – matjurtaræktun og samkomustaður

Hvað viltu láta gera? Veglegt gróðurhús fyrir hverfisbúa - matjurtaræktun og afþreying. Við Hæðargarðinn er grænt svæði sem liggur á milli Hæðargarðs 16 og 18. Þar væri fallegt að staðsetja gróðurhús sem allir hverfisbúar hafa aðgengi að. Í gróðurhúsinu væri hægt að rækta matjurtir, vera með ýmsar samkomur eins og til dæmis tónleika, upplestur, leiksýningar, yoga og ýmis konar fræðslu svo eitthvað sé nefnt, ásamt nestisaðstöðu. Hvers vegna viltu láta gera það? Áhugi á ýmis konar matjurta- og plönturæktun er að aukast og hverfinu vantar aðstöðu sem þessa sem er innandyra. Fallegt að geta sameinað undir einu þaki matjurtaræktun og aðstöðu fyrir alls kyns afþreyingu. Leik- og grunnskólar hverfisins, félagsstarf eldri borgara, foreldrahópar, skátarnir og allir hinir, gætu nýtt sér aðstöðuna þegar veður er vont. Möguleikarnir eru endalausir.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndin felur í sér verulegan rekstrarkostnað og fellur því ekki að reglum verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information