Skilti á gatnamótum Ármúla og Háaleitisbrautar

Skilti á gatnamótum Ármúla og Háaleitisbrautar

Hvað viltu láta gera? Setja upp skilti á gatnamótum Ámúla og Háaleitisbrautar Hvers vegna viltu láta gera það? Þegar gengið er yfir gatnamótin Ármúli/Háaleitisbraut á grænum kalli þá er oftast grænt beygjuljós fyrir umferð úr ármúla. Umferðin þar megin virðist illa taka eftir vegfarendum sem eru ármúla megin við gatnamótin og ganga í suður átt til Safamýrar/Háaleitisbrautar. Ökumenn virðast einungis horfa á græna umferðarljósið sitt og aðkomandi vegfarendur úr suðri en gleyma að líta til hægri þar sem gangandi vegfarendur eiga réttinn yfir götuna. Ég er hættur að telja hversu oft bílar hafa nauðhemlað þarna til að keyra ekki mig eða aðra vegfarendur niður á þessari hlið gatnamótanna. Í sumar átti ég leið þarna um og varð vitni að því að enginn stoppaði fyrir ungum börnum sem þurftu að bíða heila umferðarlotu í viðbót eftir grænum kalli. Þetta á líka við um umferð sem kemur úr Safamýri og tekur illa eftir gangandi vegfarendum þarna yfir. Því mætti setja skilti ármúlamegin fyrir aðkomandi umferð úr Safamýri og annað skilti á umferðareyjuna sjálfa fyrir aðkomandi umferð úr Ármúla inn á Háaleitisbraut til vesturs. Hugmyndir um skilti, Börn, Umferð gangandi, Gangbraut framundan.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information